Klængsbúð 815 Þorlákshöfn

  • {{img.alt}} Klængsbúð  815 Þorlákshöfn
    Opið hús 01.01.0001 00:00 - 00:00
    {{img.description}}

SALE

Verð: 32.000.000 

Sala
32.000.000 
Raðhús/Parhús
92 fm
4
Herbergi
3 Svefnherbergi
1 Stofur
1 Baðherbergi
Fjöldi hæða 1
Byggingarár 2019
Inngangur Sérinngangur
Bílskúr Nei
Lyfta Nei
Fasteignamat 1.476.000 
Brunabótamat

Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir í einkasölu: Nýtt 91,5m2 miðjuraðhús sem byggt verður að Klængsbúð 17a, Þorlákshöfn. 3 svefnherbergi !

Húsið afhendist tilbúið til innréttingar (byggingarstig 5) og er afskaplega skemmtilega skipulagt með 3 svefnherbergjum.

Klæðningu að utan þarf ekki að meðhöndla í 10-15 ár !


Byggingaraðili Hoffell ehf.


Húsið telur:

* 3 svefnherbergi
* stofu
* eldhús
* borðstofu
* bað með þvottaaðstöðu
* geymslu.
Bakvið hús er svalahurð út í garð.


** Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Fasteignasölu Suðurlands í síma 483-3424 og á fastsud@gmail.com**


Húsið er byggt samkvæmt teikningu frá Urbanhus AS. og 
afhendist tilbúið undir innréttingar (byggingarstig 5) samkvæmt neðangreindri lýsingu:


Skilalýsing

Húsið er fullfrágengið að utan með endanlegri klæðningu og þakið fullfrágengið. Lóðin er grófjöfnuð. Brunaheldir skilveggir milli íbúða eru fullfrágengnir. Útveggir eru fullfrágengnir og tilbúnir til málunar.   Búið er að steypa inn þær lagnir fyrir gólfhita, neysluvatn og raflagnir sem eiga að liggja í steyptri plötu.

Uppbygging

 Gólf steypt og einangrað. Útveggir eru úr 48x148 timburgrind. Utan á timburgrind koma ISOLA Stag skástífur. Vindplötur eru asfaltplötur með falsi. Utan á vindplötur kemur vind- og regnvarnardúkur, lektur og klæðningar.


Frágangur úti

Tréklæðning er standandi 19x148 mm MøreRoyal með tvöföldu falsi, lagt þétt, sótsvart að lit. MøreRoyal klæðning er með 50 ára ábyrgð

Plötuklæðningar við inngang og bakvið hús er Cembrit Patina P070 grátt.

Gluggar eru ál/tré gluggar í lit RAL7016 dökkgrátt og eru fullfrágengnir að utan. Gluggapóstar eru hvítir að innan. Að innan er fals fyrir gifsplötur í kringum glugga.

Útidyrahurð er í lit RAL7016 dökkgrátt að innan og utan.

Þakfrágangur

Þak er úr krossviðsplötum og einangrað að utan.

Gert er ráð fyrir um 250 mm einangrun ofan á þak. Lagður er tvöfaldur pappi á þak og þakkantur úr ál/stál í lit RAL7016.

Frágangur inni

Einangrun, rakasperra, lektur og gifsplötur fullfrágengnar. Hoffell ehf mun  loftþéttleikaprófa húsið er rakasperra er frágengin á byggingartíma.

Innveggir eru léttbyggðir  með hljóðeinangrun og klæddir með gipsplötum og tilbúnir undir spörtslun.

Rakaþolnar gifsplötur eru í votrými. 

Skilveggur milli íbúða er tvöfaldur með einangrun og tvöföldu gipsi báðu megin.

Gólf

Gólf sléttuð og án gólfefna. Tekið er úrtak úr gólfplötu til að flota í kringum niðurföll.

Loft

Loft eru hallandi í gegnum húsið og einangrað með upphengdri 100 mm steinull, með lektum og klætt gipsplötum.

Arinn

Arinn fylgir ekki, en gert er ráð fyrir rými í stofu til að setja inn tilbúinn arinn ásamt reykröri.

Tæknibúnaður

Lagnir

Búið er að leggja rör í gólf fyrir gólfhitakerfi og ganga frá tengikistum og öðrum stýribúnaði fyrir gólfhita við inntak.

Heitt og kalt neysluvatn er rör í rör kerfi og búið að ganga frá rörum og tengidósum.

Eftir er að ganga frá öllum stýribúnaði við inntök. Forhitari er kominn.

Seljandi greiðir inntaksgjöld fyrir heitt og kalt vatn.


Rafmagn

Pípur fyrir raf- og boðlagnir milli taflna og tengidósa eru fullfrágengnar. Engin ljós fylgja.

Seljandi greiðir inntaksgjald rafmagn

Lóð og Aðkoma

Lóð grófjöfnuð undir þökulögn, malarfylling í verönd og framan við hús.

Gert er ráð fyrir að snjóbræðslulögn komi í stétt við innganga og bílastæði.. 

Annað

Ofangreind lýsing er almenn lýsing en húsið skilast skv. byggingarstigi 5 í ÍST 51:2001.

Komi fram óskir um annan frágang verður orðið við því, hvort sem það er til lækkunar verðs eða hækkunar.

Einnig er hægt að semja um afhendingu á byggingarstigum 4 (fokhelt) og 6 skv. nánara samkomulagi.
Verð á byggingarstigi 4, fokhelt hús, kr. 24.900.000
Verð á byggingarstigi 6, fullbúið hús, með girðingu eins og teikning sýnir: kr. 35.600.000


Þjónustustig í Þorlákshöfn er mjög gott -  Hagnýtar upplýsingar 

Verslun og þjónusta:

Hér má m.a. finna:

Apótekarann.

Bakaríið Café Sól (facebook:  café sól)

Hárgreiðslustofuna Kompuna (facebook:  kompan klippistofa)

Rakarstofu Kjartans (facebook: kjartan rakari)

Vínbúðina.

Kr.-verslun með yfir 2.000 helstu vöruliði á Krónuverði

Veitingastaðina:

Hendur í Höfn, kaffihús, veitingastað og glerlistasmiðju (hendurihofn.is og

facebook:  hendur í höfn)

Meitilinn (facebook:  Meitillinn veitingahús)

Svarta Sauðinn (facebook:  svarti sauðurinn)  og

Skálann, sem jafnframt er sölustaður Orkunnar.    Einnig er Olís hér með ÓB-stöð.


Hér
 er mjög góð heilsugæsla.

Í Ráðhúsi bæjarins eru, auk skrifstofu sveitarfélagsins: 

Mjög gott bókasafn (facebook:  Bæjarbókasafn Ölfuss)

Landsbankinn

og útibú Póstsins

Tómstundir og afþreying: Íþróttaiðkun í Þorlákshöfn er gríðarlega öflug og þá helst meðal barna og unglinga. Frá fjögurra ára aldri er í boði að iðka fótbolta (aegirfc.is), fimleika (facebook:  fimleikadeild Þórs), körfubolta (facebook:  Þór Þorlákshöfn) og frjálsar, ásamt því að iðkaður er badminton, motorcrossá braut rétt utan við bæinn, hestamennska (facebook:  hestamannafélagið háfeti) með fallegum reiðleiðum allt um kring og golf (facebook:  golfklúbbur Þorlákshafnar) á rómuðum golfvelli sem staðsettur er í jaðri byggðarinnar, rétt við sjávarsíðuna.  Hér er svo einnig Litli íþróttaskólinn á vegum fimleikadeildarinnar fyrir börn frá eins árs aldri.   

Í íþróttamiðstöðinni er mjög góð líkamsræktar-aðstaða þar sem hægt er að komast í einka- þjálfun, spinning, hóptíma, líkamsrækt fyrir eldri borgara o.m.fl.  Þar er að finna góða sundaðstöðumeð útilaug, heitum pottum, vaðlaug og skemmtilegri innilaug fyrir fjölskyldufólk.

Jógastúdíó (Jógahornið).

Öflug sjúkraþjálfun.

Afþreying er hér af ýmsum toga:

hér má meðal annars finna:  

Fallegt útivistarsvæði við vitann með útsýnispalli og göngustíg meðfram bjarginu í einstakri náttúrufegurð. 

Heilsustíg má finna í bænum þar sem líkamsræktartæki eru við göngu/hlaupastíga.

Hér er æðisleg strönd sem mikið er mikið notuð til útivistar og þar má oft sjá menn á brimbrettum, en slíkt er gott að stunda hér.

Í sjónum við útsýnispallinn er einn vinsælasta staður til brimbrettaiðkunar á Íslandi.

Blackbeach tours (www.blackbeachtours.is) er afþreyingar fyrirtæki sem býður upp á fjórhjólaferðir bæði í fjöruna og um hraunið, RIB bátaferðir meðfram bjarginu og adrenalínferðir, snekkjuleigu og sjóstöng og jógaferðir úti í náttúrunni.  

Einnig er hér:

Öflugt leikfélag (facebook: leikfélag ölfuss).

Hinir ýmsu kórar (facebook:  Tónar og Trix, Kyrjukórinn,  ofl.)

Einn stærsti Kiwanisklúbbur landsins (facebook:  Kiwanisklúbburinn Ölver)

O.sfr. o.s.frv. o.s.frv.  :)

** Allar helstu fréttir úr sveitarfélaginu má finna á:  www.hafnarfrettir.is

{{type.name}}

{{type.distance | portalLocalityDistance}} , {{type.travelTime}}

Götusýn er ekki í boði á þessum stað