Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir: Hólmabrún 1, Hveragerði. Nýtt, glæsilegt og einstaklega vel skipulagt 188m2 einbýlishús með bílskúr. 4 svefnherbergi og 2 baðherbergi eru í húsinu.
Húsið er klætt að utan með svartri ál-smábáru og lerki á móti. Gluggar og hurðar eru svartir úr ál/tré og ján á þaki er svart !
** Allar nánari upplýsingar má fá á fastsud@gmail.com og í síma 483 3424 **
* Húsið afhendist tilbúið til innréttingar skv. neðangreindri lýsingu í ágúst 2023:
* Útveggir eru gipsklæddir og málaðir eina umferð með ljósum lit.
* Allir innveggir gipsklæddir og málaðir eina umferð með ljósum lit.
* Loft alrýmis eru klædd gipsklædd og máluð með ljósum lit 2 umferðir.
* Gólf eru tilbúin til lagninga á gólfefnum (ekki rykbundin).
* Rafmagnstafla er komin og búið að draga í fyrir vinnulýsingu.
* Skolp og regnvatnslagnir eru tengdar fráveitukerfi götu.
* Hitalagnir eru í steyptri gólfplötu og tengdar við tengikistur.
* Húsið snýr til þannig að aðkoma og útidyr snúa til suð-austurs og bakgarður snýr þá til norð-vestur
* Lóðin er grófjöfnuð.