Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir, í samvinnu við Eignamiðlun: Hnjúkamói 8, íbúð 0202; Falleg 3ja herbergja íbúð með sér geymslu á efri hæð í nýju fjölbýlishúsi við miðbæ Þorlákshafnar. Íbúðin skilast fullbúin. Íbúðin er með sérinngang. Húsið er viðhaldslítið, klætt að utan með smábáru og sléttri málmklæðningu.
Bílastæði er malbikað. Sérafnotaréttur af bílastæði fylgir hverri eign auk gestastæða á svæðinu. Lagnaleið fyrir rafhleðslustöðvar fyrir bíla liggja úr hverju húsi að bílastæðum þess húss.
Miðsvæðis milli bygginga er dvalarsvæði ætlað til útivistar og leiksvæði.
** Bóka má skoðun og fá allar nánari upplýsingar á fastsud@gmail.com og í síma 483 3424 **
** Það athugist að myndir í auglýsingu gefa ekki rétta mynd af skipulagi íbúðarinnar, heldur eru einungis til að sýna útlit innréttinga og gólfefna **
ÍBÚÐIN SKILAST SVO:
* Forstofa með fataskáp frá HTH. Fataskápar ná upp í loft með aðfellu. Innvols innréttinga og fataskápa er hvítt, grindur í fataskápum eru krómaðar.
* Rúmgott alrými sem telur stofu og eldhús, þaðan sem utangengt er á suðursvalir!
* Í eldhús er vönduð innrétting frá HTH. Eldhúsinnrétting er með harðplastlagðri borðplötu. Skúffur eru með mjúklokun. Vifta er innbyggð í eldhúsinnréttingu. Led lýsing er undir efri skápum. Gert er ráð fyrir að hægt sé að hafa innbyggðan ísskáp og uppþvottavél og fylgja framhliðar.
Heimilistæki eru að viðurkenndri gerð, AEG frá Ormsson. Span helluborð og bakaraofn með sjálfhreinsikerfi. Í eldhúsi er stál eldhúsvaskur með einnar handar blöndunartæki.
* Úr stofunni er utangengt á suður-svalir !
* Fallegt baðherbergi með vandaðri innréttingu frá HTH. Gólf á baðherbergi er flísalagt. Hluti veggja, sturtuhorn baðherbergis er flísalagt með 30x60 flísum. Á baðherbergi er vegghengt salerni. Baðinnrétting er með handlaug í borði og einnar handar blöndunartæki. Handklæðaofn er á baðherbergi. Blöndunartæki í sturtu eru utanáliggjandi sturtutæki.
* Þvottavélartengill er á baðherberginu.
** Allar innréttingarnar frá HTH eru í ljósum mokkalit með melamine filmu á og eru þær allar svansvottaðar. Allar innréttingar og fataskápar eru með mjúklokun.
* 2 góð svefnherbergi,öll með hvítum, sprautulökkuðum fataskápum með mjúklokun. Fataskápar ná upp í loft með aðfellu. Innvols innréttinga og fataskápa er hvítt, grindur í fataskápum eru krómaðar.
Innihurðar eru yfirfelldar plastlagðar hvítar hurðar með hurðarhúnum úr stáli frá Húsasmiðjunni.
Ljóskúplar eru í lofti baðherbergi, eldhúsi og í geymslu.
Öll íbúðin er máluð í hvítum lit.
* Sér geymsla fylgir íbúðinni.
Nánari skilalýsing: https://moabyggd.is/pdf/hnjukamoi-10-moabyggd-skilalysing-2023-01-30.pdf
** Sjón er sögu ríkari ! **
Í Þorlákshöfn er þjónustustig mjög gott - hagnýtar upplýsingar:
Við Þorlákshöfn er rómaður golfvöllur sem staðsettur er í jaðri byggðarinnar, rétt við sjávarsíðuna!