Vesturbakki 11, bil 0103 , 815 Þorlákshöfn
24.900.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
0 herb.
69 m2
24.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2024
Brunabótamat
0
Fasteignamat
2.260.000

Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir:  Vesturbakki 11, bil 0103  815  Þorlákshöfn.  Um er að ræða 69m2 GEYMSLU /HOBBÝBIL á einni hæð. Mjög einfalt er að útbúa milliloft vegna mikillar lofthæðar! 
Einfalt er að opna á milli samliggjandi bila !  
Húsnæðið er mjög vel staðsett skammt frá bryggjunni í Þorlákshöfn og afhendist fullbúið með malbikaðri lóð.


* Allar nánari upplýsingar fást í síma 483 3424 og á [email protected] *

Nánari lýsing:
Útveggir / þak / þakkantur / burðarvirki: Allir útveggir og þak hússins eru úr yleiningum, samlokueiningar frá Kingspan. Burðarvirki er límtré. Litur klæðninga að utanverðu er RAL7016 og að innan RAL 9010. Þakkantur er einfaldur, stálklæddur í sama lit og þakefni með utanáliggjandi álrennum og niðurfallsrörum í sama lit.
Mjög stór aksturshurð  eða 4,35 með rafmótoropnun.
1 gönguhurð er úr viðhaldsfríu PVC plasti með tvöföldu einangrunargleri. 
Möguleiki á salerni og vaski í hverju bili.
Gólfniðurfall er fyrir innan allar innkeyrsluhurðir.
Einingin er  með ræstivask.
Lóðin er malbikuð, gert ráð fyrir einu bílastæði fyrir framan hverja einingu.
Slökkvitæki fylgir. Niðurföll af malbikuðum plönum frágengin og tengd fráveitukerfi.
Hitakerfi: Gólfhitakerfi stjórnað með handvirkum ofnloka.
Rafmagn: Aðaltafla með mælum fyrir hverja starfseiningu frágengin í inntaksrými. 3ja fasa tengli við hliðina. Tenglar á nokkrum stöðum.
Full lýsing (LED) í hverri starfseiningu
Auðvelt að breyta ljósum, slökkvurum, tenglum og slíku ef þurfa þykir.
Útiljós við hurðir á hverri starfseiningu sem hægt er að stjórna frá viðkomandi einingu og tengist viðkomandi mæli (ekki sameign).   
Gert er ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hverja einingu. 
Lóð: er malbikuð.

Skipulagsgjald:
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0,3% af væntanlegu brunabótamati.

Byggingin verður í notkunarflokki 1. samkv. byggingareglugerð en um er að ræða geymslur í þeim flokki.
Skil hússins miðast við ÍST51:2021 BS4 – Fullgerð bygging. A:T:H þetta er nýr staðall um skil á byggingarstigum húsa. 


FASTEIGNASALA SUÐURLANDS HEFUR VEITT VANDAÐA OG GÓÐA ÞJÓNUSTU SÍÐAN 2003 !

Fasteignasala Suðurlands, Unubakka 3b, Þorlákshöfn.  
Heimasíða fasteignasölunnar:  https://www.eignin.is/

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.