Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir: 8 ný 72m2 iðnaðarbil að Vesturbakka 13 í Þorlákshöfn. Mjög einfalt er að útbúa milliloft vegna mikillar lofthæðar.
Hægt er að sameina bil að vild ! (mynd í auglýsingu er af samskonar húsi að Vesturbakka 11).
Nánar um staðsetningu:
https://ja.is/kort/?x=382943&y=375119&q=Vesturbakki%2013%2C%20815%20%C3%9Eorl%C3%A1ksh%C3%B6fn&page=1&nz=14.88&type=aerial&d=hopun%3Aeaa1a8d5-b982-416d-8334-8de95f730e64* Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar í síma 483 3424 og á [email protected]**
Nánari lýsing:Mjög stór aksturshurð eða 4,35 með rafmótoropnun.1 gönguhurð er úr viðhaldsfríu PVC plasti með tvöföldu einangrunargleri.
Gólfniðurfall er fyrir innan allar innkeyrsluhurðir.
Einingin er með ræstivask.
Möguleiki á salerni og vaski í hverju bili.Lóðin er malbikuð, gert ráð fyrir einu bílastæði fyrir framan hverja einingu.
Slökkvitæki fylgir.
Niðurföll af malbikuðum plönum frágengin og tengd fráveitukerfi.
Hitakerfi: Gólfhitakerfi stjórnað með handvirkum ofnloka.Rafmagn: Aðaltafla með mælum fyrir hverja starfseiningu frágengin í inntaksrými. 3ja fasa tengli við hliðina. Tenglar á nokkrum stöðum.
Full lýsing (LED) í hverri starfseiningu
Auðvelt að breyta ljósum, slökkvurum, tenglum og slíku ef þurfa þykir.
Útiljós við hurðir á hverri starfseiningu sem hægt er að stjórna frá viðkomandi einingu og tengist viðkomandi mæli (ekki sameign).
Gert er ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hverja einingu.
Lóð: er malbikuð.
Allir útveggir og þak hússins eru úr yleiningum, samlokueiningar frá Kingspan.
Burðarvirki er límtré.Þakkantur er einfaldur, stálklæddur í sama lit og þakefni með utanáliggjandi álrennum og niðurfallsrörum í sama lit.
Skipulagsgjald:
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0,3% af væntanlegu brunabótamati.
Byggingin verður í notkunarflokki 1. samkv. byggingareglugerð en um er að ræða geymslur í þeim flokki.
Skil hússins miðast við ÍST51:2021 BS4 – Fullgerð bygging. A:T:H þetta er nýr staðall um skil á byggingarstigum húsa.
FASTEIGNASALA SUÐURLANDS HEFUR VEITT VANDAÐA OG GÓÐA ÞJÓNUSTU SÍÐAN 2003 !
Fasteignasala Suðurlands, Unubakka 3b, Þorlákshöfn.
Heimasíða fasteignasölunnar: https://www.eignin.is/Nánari kynning á byggingaraðila: https://www.sjabaekling.is/murmal/WebView/