Fasteignasala Suðurlands (s 483 3424) kynnir í einkasölu: Einstaklega fallegt 4ra herbergja parhús að Nestúni 6a, Hellu. Við húsið er stór verönd sem snýr í hásuður!
Við húsið stendur stór geymsluskúr með hita og rafmagni.
Íbúðin er afar vel staðsett í lokuðum botnlanga, skammt frá skóla, leikskóla og íþróttasvæði !
* Hægt er að bóka skoðun og fá allar nánari upplýsingar í síma 483 3424 og á [email protected]** Eignin telur:
* Góða forstofu með flísum á gólfi og fatahengi.
* 3 rúmgóð svefnherbergi með harðparketi á gólfi. Góðir skápar eru í 2 herbergjum.
* Bjarta og fallega stofu með harðparketi á gólfi.
Loft í stofu er upp tekið. Stórir gluggar snúa í hásuður og hleypa fallegri birtu inn í rýmið.* Úr stofunni er utangengt á stóran sólpall.* Fallegt eldhús með góðri innréttingu og parketi á gólfi. Eldhús og stofa í opnu rými.
* Fallegt, nýupptekið baðherbergi með innréttingu, nýjum hreinlætistækjum, baðkari með glerþili og flísum á gólfi og fíbó plötum á veggjum.
* Þvottahús með góðum hillum.* Geymsluloft er yfir hluta íbúðarinnar.
** Sjón er sögu ríkari.FASTEIGNASALA SUÐURLANDS HEFUR VEITT VANDAÐA OG GÓÐA ÞJÓNUSTU SÍÐAN 2003 !
Fasteignasala Suðurlands, Unubakka 3b, Þorlákshöfn.
Heimasíða fasteignasölunnar: https://www.eignin.is/